Færsluflokkur: Tónlist
4.3.2008 | 03:09
Æfing í dag, þriðjudag
Hlakka ekkert smá til að sjá ykkur á æfingu í dag, stelpur mínar.
Eyþór
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2008 | 21:43
Föstudagsvinna!
Það ætti nú ekki að hafa farið framhjá ykkur að það er sannarlega vörutalning í húsasmiðjunni um helgina, og nú vantar 2-4 á föstudaginn.
Laugardagurinn er nokkurveginn koveraður. En ef það eru e-r sem vilja fara þá, þá megiði endilega gefa ykkur fram.
Föstudagsvaktin er frá 17-21 og því styttri en laugardagsvaktin, kommon, hvern langar ekki að hanga í húsasmiðjunni á föstudagskvöldi?
Þær sem eru komnar á föstudag eru eftirtaldar:
Bergrún, Hulda H, Sigurbjörg, Matthildur, Sunna og Berglind Lilja, Berglind Halla, Brynja og kannski Jóhanna.
Á laugardeginum (frá 12-18) verða þessar:
Berglind Lilja, Bergrún, Sunna, Brynja, María, og kannski 2 enn.
Sjálfboðaliðar?
Er það ekki alltaf svo gefandi, að stunda sjálfboðastörf ...
-Bergrún.
Tónlist | Breytt 4.3.2008 kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.3.2008 | 13:05
Vörutalning 7-8.mars
Þær sem hafa ekki enn mætt í vörutalningu eru:
Berglind Lilja, Bergrún, Bjarney, Brynhildur, Brynja, Guðrún Hanna, Hulda Björk, Hulda Hólmkels og Sunna. En það vantar að sjálfsögðu fleiri þannig að þið verðið að smala saman í góðan hóp og hafa það gaman saman í vinnu um næstu helgi.
Athugið að það verður enginn kleinudagur í mars, þess vegna er mikilvægt að mæta núna.
kv.Rósa
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.2.2008 | 11:59
Helgarvinna-jibbííj
Jæja stelpur, þá býðst ykkur enn og aftur að vinna ykkur inn pening í ferðasjóð. Húsasmiðjan hefur verið svo frábær að gefa ykkur kost á vörutalningu um næstu helgi 7-8.mars. Ath.að þessi talning er að gefa meira af sér en einn kleinudagur. Það eru 8-9 stelpur sem eiga eftir að mæta í vörutalningu og við óskum sérstaklega eftir að þær gefi kost á sér. Til að fylla uppí þessar tvær vaktir verðum við samt að biðja um nokkrar duglegar stelpur til viðbótar. Hugsið málið yfir helgina, og þið megið gjarnan melda ykkur hér í athugasemdir. Við þurfum að svara á þriðjudag hvort þið getið tekið þetta að ykkur.
Vaktirnar eru á föstudag 7.mars kl. 17-21 og á laugardag 8.mars kl. 12-18
Góða helgi
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.2.2008 | 16:37
Messa 2 mars
Jæja stelpur...! Það er messa á sunnudaginn og það er mæting kl. 10 um morguninn, það verður æfing þá og messa kl. 11! Allar að mæta
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.2.2008 | 15:53
kemst ekki
Hæhæ kemst því miður ekki á æfingu er bæði að fara á skólahreysti kl. 18:00.
Og próf á morgun. -valdís
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2008 | 15:21
Hæ
því miður kemst ég ekki á æfingu í dag vegna óviðráðanlegra aðstæðna
kv.Elfur Sunna
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 14:37
Komumst ekki -
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2008 | 15:47
Frí á þriðjudag
þið voruð svo duglegar um helgina að þið fáið frí á morgun, þriðjudag. En ef þið viljið hittast þá er ykkur velkomið að gera það, sund eða kaffihús, boltinn er hjá ykkur :)
Þær sem eiga eftir að skila pening vegna sölu á kleinum, happdrætti eða wc pappír mega gjarnan mæta í fyrra lagi á fimmtudaginn svo við truflum ekki æfinguna.
kv.Rósa
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 22:17
Takk, takk, takk.....
Vildi bara láta ykkur vita að kleinudagurinn gekk mjög vel. Við vorum búin að þrífa og ganga frá fyrir kl.12 á hádegi! Kærar þakkir til allra þeirra sem mættu. Og stelpur, þið sem fóruð í Bónus, Hrísalund og Húsasmiðjuna, þið stóðuð ykkur frábærlega, takk fyrir að vera svona duglegar. Og Magga og Hanna Dísa, takk fyrir að taka restina og koma henni í sölu . Þið sem eigið eftir að skila inn pening vegna heimasölu, komið bara með peninginn á næstu æfingu. Við seldum samtals 202 poka og reiknið þið nú
bestu kveðjur frá kleinukonunum
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
Spurt er
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 905
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar