Kvedjur fra Thyskalandi

Vid sitjum her i a litlu hoteli i Bethel :) thad er buid ad vera rosa fjor hja okkur, allt gengur eins og sogu. Thad var aedislegt i verslunnarferdinni og flestar keyptu tad mikid ad taer gatu varla haldid a pokunum sinum. Movie garden var snilld Tobbi var allveg trylltur i taekjunum eins og flestir sumir foru i somu taekin oftar en einu sinni. Kristof (held tad se skirfad sona) er algjor gullmoli ,hann er buin ad vera frabaer stjornandi og frabaer madur og vid erum allar ekkert sma anaegdar med hann. Vid erum ad fara syngja a tonleikum i kvold sem a eftir ad ganga vel ,kirkjan er gullfalleg og hljomurinn godur. Vid stelpurnar erum bunar ad vera svo prudar, stylltar og tholinmodar og allt er buid ad vera frabaert enginn kemur reidur ur tessari ferd.
Bestu kvedjur til Eythors okkar :)
kossar og knus

Hafdis og Helga Maggy


fréttir af stúlknakórnum og fararstjórum

Var beðin um að senda kveðju frá hópnum þar sem þau höfðu ekki aðgang að tölvu.. Allt gengur vel , stelpurnar sungu tvisvar í dag og stóðu sig víst alveg eins og hetjur . Fólk var gríðarlega ánægt með flutning þeirra og þær hafa verið Eyþóri og sjálfum sér til sóma eins og alltaf. Hópurinn fór svo og borðaði á grískum veitingastað og svo verður líklega reynt að fara að sofa á skikkanlegum tíma vegna þess að á morgun er VERSLUNARFERÐ!! Já þá munu nú karlmennirnir í hópnum hafa nóg að gera, það er nefnilega hefð fyrir því í þessum ferðum að þeir beri pokana! Sem sagt allt gengur vel allir hressir. Þórdís


Símanúmer kórsins er 697-6280

Sameiginlegur sími sem stelpurnar geta fengið að hringja úr og hægt er að hringja í þær eða senda sms

Rútan o.fl.

stelpur, þið getið tekið með í rútuna kodda og teppi ef þið viljið.  Eggert bílstjóri geymir þetta fyrir ykkur og mun koma öllu á þá rútu sem flytur okkur heim aftur.

Við munum stoppa á N1 bensínstöð í Hafnarfirði á leiðinni til Keflavíkur til að taka upp þrjá farþega.  N1, Lækjargötu 46, á horni Reykjanesbrautar og Lækjargötu, stendur við lítið hringtorg, Sólvangur og Setbergsskóli eru þarna rétt hjá.  Vona að þið áttið ykkur á þessu:)

Munir svo að taka með 2-3 handklæði, engar sængur eða kodda, VEGABRÉFIN og nóturnar!

Sjáumst kát og hress í fyrramálið kl. 07:30


Handklæði og sængurföt

Á gististöðunum munum við fá leigð sængurföt þannig að það þarf EKKI að taka með sængurföt.  Ég er ekki viss hvort það fylgja handklæði herbergjunum.  Á fyrsta gististað er hægt að fá leigð handklæði og mér finnst líklegt að þau fylgi herbergjunum þar sem við gistum í Münster í lok ferðar.  En endilega takið með 2 handklæði til að taka með í sundlaugargarðana.  Gott húsráð er að taka með gömlu ljótu handklæðin og þá má bara henda þeim í lok ferðarGrin 

Gangi ykkur vel að pakka, kveðja, Rósa


Ljósrit af vegabréfum

Nú verða allir að muna eftir ljósritunum af vegabréfunum, síðasti skiladagur á morgun fimmtudag, líka fararstjórar.  Muna að borga bolina á morgun og muna brottfarartíma á föstudag.... mæting klukkan 7:30 við Akureyrarkirkju. Vona að allir hafi fengið síðasta minnislista í hendur - ef ekki þá hafið samband við Rósu.

Veðrið í Þýskalandi

Kíkið á þessa veður-síðu  http://wetter.rtl.de/deutschland/dt.php

Ef þið smellið á svæðið í kringum Köln þá fáið þið upp þá staði sem við munum dvelja á í ferðinni.  Við byrjum í Bochum rétt hjá Essen, förum þaðan til Bielefeld sem þið sjáið þarna líka og svo endum við í Münster sem er eitthvað vestan við Bielefeld(minnir mig....)  Það verður sem sagt sól og 25 stiga hiti um helgina og svo er bara að fylgjast með framhaldinu Cool  Gerum samt ráð fyrir rigningu... og tökum með regnhlífarnar.

bestu kveðjur, Rósa


kemst ekki:/

kemst ekki á æfingu á morgun,,er að fara í myndatöku kl:4 :/
en kem á fimmdudaginnGrin

Kórkjólar og bolir

Kæru stúlkur.Whistling

Hér koma þvottaleiðbeiningarnar aftur og meðferð kjóla og bola. Set þetta aftur inn þar sem að það eru einungis 4 dagar í Þýskaland!Happy

Mig langar til að ítreka við ykkur að hugsa vel um kjólana ykkar og bolina. Það má þvo kjólana á 30° ca.600 snúninga vindingu og bolina á 40° fulla vindingu. Kjólana má síðan pressa en passa að nota alltaf stykki til að pressa með annars geta komið leiðinlegir glansblettir á kjólana.Það er ykkur  til sóma að líta vel og snyrtilega út á öllum tónleikum ekki satt sérstaklega þar sem þið eruð jú flottastar. Munið bara að huga tímanlega að þessu. Þórdís lætur svo vita þegar bolirnir eru komnir fyrir þær ykkar sem vantar þá, það er alveg nauðsynlegt að hafa minnst 2 boli með í ferðina það ætti að duga. Best er að pakka kjólum og bolum niður í ferðatöskur með því að brjóta þá til helminga og rúlla þeim síðan upp. Svo vona ég að þessar uppl. komi að gagni með kærri

kv. Inga SalómeInLove


Geggjað!

Hrikalega er ég stoltur af ykkur!

Stúlknakór Akureyrarkirkju er æðislegur!

Eyþór


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stúlknakór Akureyrarkirkju

Höfundur

Stúlknakór Akureyrarkirkju
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Stúlknakór Akureyrarkirkju er skipaður 35 stelpum á aldrinum 13-20 ára
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hve oft skoðaru síðuna á viku?

Tónlistarspilari

Stúlknakór Akureyrarkirkju - Á Sprengisandi

Nýjustu myndir

  • IMG_2975
  • IMG_2972
  • IMG_2990
  • IMG_2990
  • PA010126

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband