..

Hæ hæ,

Rakel og Hanna Dísa komast því miður ekki á æfinguna á morgun ,erum enn fastar í Staðarskála;/

Sjáumst á fimmtudaginn. 


Æfing á morgun

Hlakka til að sjá ykkur

Það vantar enn 4-5 stelpur í kórinn, þekkið þið ekki einhverjar þrusugóðar?

Binna, Helga Maggý, Nanna, Margrét H., Sunna og Valdís, mig vantar svar frá ykkur!

Eyþór


Fyrsta æfing

Fyrsta æfing Stúlknakórsins á starfsárinu verður næsta þriðjudag kl. 17.

 

Hlakka til að sjá ykkur,

Eyþór


Inntaka nýrra félaga

Hæ elskurnar

Takk fyrir frábær tölvubréf undanfarið.  Það gleður mitt litla hjarta að fá bréf frá ykkur þar sem þið segist ætla að halda áfram í kórnum.  En mér þykir samt ógurlega vænt um þær sem ekki ætla að vera með, þið eruð allar stelpurnar mínar.  Ég verð alltaf stoltur af stelpunum mínum.  Það er svo gaman að fylgjast með ykkur þegar þið komist svo á þrítugsaldurinn, sumar af stelpunum mínum eru giftar, aðrar óléttar, sumar búa hér, aðrar þar.  Svo eru sumar sem syngja áfram.  Örfá dæmi: Þóra og Gunna eru í hinum frábæra Mótettukór Hallgrímskirkju, Abba gerir það gott í söngnámi í Reykjavík, Margrét B. er í háskólanámi í Svíþjóð, Unnur var að komast í frábæran tónlistarskóla í Salzburg og Eyrún í Vín.....

 Nú þarf ég ykkar hjálp, bæði núverandi sem og fyrrverandi kórfélagar.  Ég er byrjaður að prófa nýja félaga í kórinn.  Að þessu sinni ætla ég ekki að kaupa auglýsingu í Dagskránni eða prenta plagöt.  Má ég biðja ykkur um að segja vinkonum ykkar frá kórnum og látið það berast sem víðast.  Notið MSN-ið miskunnarlaust t.d. með því að senda ÖLLUM stelpum skilaboð um að ég sé að prófa í kórinn og að kórinn sé einn sá besti í öllum heiminum Wink Stökkvið á stelpur í skólanum sem eru sönglegar! 

Það sem er helst á dagskránni í vetur:

Tónleikar með Palla og Móniku (svaka hátíðlegir jólatónleikar með kertaljósum), Plötuupptaka (e.t.v. komið þið fram á tveimur plötum, smá smuga að þær verði þrjár og kannski fjórar á rúmu ári, samt bara ein sem þið syngið alla plötuna), Tónleikaferð með Christof, Djassmessutónleikar með fleiri fallegum lögum í svipuðum stíl (Come Sunday o.fl.) á kirkjulistaviku.  Djasshljómsveit spilar með.

Gefið svo upp mitt netfang: eythor@akirkja.is og símann minn 866 3393 (sleppið samt að setja símanúmerið mitt á einhverjar rosasíður sem allir lesa, ég nenni ekki að hlusta á einhverja röflara í símanum kl. 4 að nóttu.

Læt ykkur vita á morgun hvort fyrsta æfing sé á fimmtudag eða í næstu viku.

Hlakka svoooo mikið til að sjá ykkur og heyra í ykkur

Eyþór


Starfsárið að hefjast

Halló elskurnar mínar.

Nú fer þetta allt að byrja hjá okkur og ég hlakka ekkert smá til!

Ég er búinn að fá fullt af fallegum ímeilum frá ykkur í sumar.  Takk fyrir það stúlkur mínar.  Allar nema ein sem hafa sent mér mail ætla að halda áfram í kórnum.  Ég þarf að biðja ykkur sem eigið eftir að staðfesta þáttöku að gera það sem allra fyrst, því ég get ekki byrjað að taka inn í kórinn fyrr en ég veit hvort þið verið með eða ekki.  Plötuupptakan og tónleikaferðin með Christof ræðst svo af því hvernig þið "komið af fjalli" hvort þið verðið með eða ekki.

Þið getið farið að senda vinkonur ykkar í próf til mín, en ég get engu svarað um inngöngu fyrr en ég er búinn að fá svar frá ykkur öllum.  Ekki svara mér hér, sendið mér tölvupóst eða hringið í mig. eythor@akirkja.is 866 3393

_MG_9120

Æfingar byrja væntanlega í næstu viku, læt ykkur vita

Eyþór


Já,

Jæja. Nú er kominn 19. ágúst, skólinn örugglega að byrja hjá einhverjum bráðum og mig er farið að langa rosalega á kóræfingu.
Hvenær byrjum við? 

Og eru ekki allir búnir að senda Eyþóri póst?

Hlakka svakalega til að sjá ykkur og takk kærlega fyrir ferðina fyrr í sumar.

Bergrún.


Söngstund í kirkjunni okkar.

Kæru stúlkur, í kvöld sunnudaginn 27 Júli kl. 20.30 verður Söng og helgistund í Akureyrarkirkju. Prestur er séra Jóna Lísa og undirleikari Gísli Jóhann Grétarsson. Þetta er tilvalið tækifæri til að hittast eftir hina fræknu Þýskalandsferð  og andleg lífsnæring að vera við helgistund og syngja mikið saman, ég vona að þið komist sem allra flestar  ég veit að það myndi gleðja Jónu Lísu mikið að sjá ykkur og fjölskyldur ykkar.

Hlustið!

http://www.youtube.com/watch?v=I5T6gyCPDvM 

 Ég er greinilega farinn að sakna ykkar, er búinn að redda nótum af þessarri útsetningu.  Eigum við ekki að æfa þetta í haust?

Eyþór


Palli og Monika

Hæ stelpur

Vorum að fá gigg fyrir næsta vetur: Jólatónleikar með Páli Óskari okkar og Moniku hörpuleikara.  Hún sagðist vilja fá kórinn í meiri söng þar heldur á tónleikunum fyrir nokkrum árum.

Spennandi!

Eyþór


Næsti vetur

Jæja yndin mín

Nú ættuð þið allar að vera búnar að fá sumarbréfið frá mér.

Mig langar til að hvetja ykkur til að senda mér smá línu eða að hringja í mig til að ræða þáttöku næsta vetur.

Hingað til hafa bara jákvæð svör borist!

Eyþór ykkar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stúlknakór Akureyrarkirkju

Höfundur

Stúlknakór Akureyrarkirkju
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Stúlknakór Akureyrarkirkju er skipaður 35 stelpum á aldrinum 13-20 ára
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hve oft skoðaru síðuna á viku?

Tónlistarspilari

Stúlknakór Akureyrarkirkju - Á Sprengisandi

Nýjustu myndir

  • IMG_2975
  • IMG_2972
  • IMG_2990
  • IMG_2990
  • PA010126

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband