8.5.2008 | 14:12
Sölumenn óskast!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 09:08
Stór helgi
Hæ!
Helgin er svoltítið erfið hjá okkur, en mjög skemmtileg.
Það er mikilægt að ég fari að sjá fleiri en 20 stelpur í einu. Ég veit að sumar ykkar eru í prófum, aðrar í vinnu, en mætingin undanfarið hefur verið hreinlega léleg og það eru ekki síst stelpur sem ekki eru í prófum, vinnu eða í söngleik, sem mætt hafa illa. Ég vil enn og aftur minna ykkur á að við verðum að vera vel undirbúin fyrir allar messur og ekki síst fyrir tónleikaferðina. Nú verðið þið að taka ykkur á og fara að mæta almennilega eða amk láta vita ef þið komið ekki og ástæðan verður að fylgja með.
Félagar okkar úr kórnum eru að fermast um helgina. Þið eigið auðvitað að syngja. Fyrri fermingin er kl. 10.30 á laugardag. Mæting er kl. 9.30, ekki mínútu seinna. Mér leist ekki á blikuna um síðustu helgi þegar aðeins 5 stelpur voru mættar á réttum tíma. Nú verð ég að vera harður við ykkur. Þið sem skrópið eða mætið seint eruð að skemma fyrir kórnum. Svo einfalt er það.
Svo er aftur ferming á sunnudagsmorgunn. Mæting kl. 9.30
Á sunnudagskvöld er svo hátíðarmessa með fullt af kórsöng. Hvítasunnan er ein að þremur helstu hátíðum kirkjunnar. Skyldumæting fyrir allar nema þær sem fermast þann dag. Mæting kl. 18.30
SVo hvet ég ykkur til að mæta vel í dag, kl 17.00!
Eyþór
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2008 | 20:33
Mótormessa!
Munið messuna á sunnudagsmorgun, mæting kl. 9.30
Eyþór (sem sem verður hundfúll ef þið sofið yfir ykkur)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2008 | 12:58
wake me up
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 13:37
Samræmdu prófin
hæhæ, mér þætti vænt um að fá leyfi á kóræfinunni í dag, þar sem ég þarf að læra fyrir próf :)
-Auður Eva :)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2008 | 10:01
Peningar!!!
Sælar stelpur, ég ætla að vera uppí safnaðarheimili kl.17 í dag ef þið vilduð láta mig hafa pening vegna wc-sölu. Ég var búin að senda foreldrum ykkar bréf um hvað þið skuldið, endilega ýtið við þeim ef þið eigið eftir að gera skil. Nú þurfum við að fara að reikna út ferðina og taka tillit til hvað þið hafið verið duglegar í fjáröflun... og mætingum Sjáumst, Rósa
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2008 | 20:17
Hjálp!
Er einhver ykkar í fríi frá skóla á morgun. Mig sárvantar barnapíu frá kl. 9.15-11.30
Eyþór
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 21:32
Engin æfing á fimmtudag
Sjáumst á þriðjudag eftir viku, gleðilegt sumar!
Eyþór
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 17:10
Hæhæ
Ég kemst því miður ekki á æfingu í dag, er að læra undir prófin
kv. Matthildur
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 10:50
Myndir
Getur einhver sent mér úrvalsmyndir frá æfingabúðunum. Kirkjan er að opna nýja heimasíðu og það væri gaman að hafa myndir þar.
Það má senda mér í tölvupósti eða koma með þær á diski
Eyþór eythor@akirkja.is
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
Spurt er
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar