17.9.2008 | 19:58
Vantar foreldra til starfa á sunnudag !
Nú þurfa allir að standi saman . það er opið hús í kirkjunni á sunnudaginn eftir messu ( stelpurnar syngja í messunni) . Kórinn hefur undanfarin ár séð um veitingar og er þetta góð fjáröflun fyrir kórinn. Nú vantar okkur nokkra foreldra til að koma og aðstoða ( reynsluboltar fyrri ára verða á staðnum) við að leggja á borð og sjá um að hella uppá kaffi og gera huggulegt svo allir verði voða glaðir! Svo munum við biðja einhverja að baka og koma með td pönnukökur og möffins . Einnig er boðið uppá samlokur sem verða smurðar um morguninn. Nú er sem sagt mikið í húfi og viljið þið stelpur nú vera svo góðar að biðja foreldra ykkar um aðstoð og á kóræfingunni á morgun láta okkur vita hverjir geti unnið þetta verk. Við verðum að fá að vita þetta á æfingunni á morgun til að geta undirbúið þetta vel. Eins er gott að fá svar hér á síðunni sem allra fyrst. kveðja Þórdís mamma Maríu og Áslaug mamma Berglindar Höllu.
Um bloggið
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
Spurt er
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er til í að aðstoða við að leggja á borð. Hvenær á ég að mæta?
Kveðja Elín mamma Rakelar
Elín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:39
Takk fyrir. Líklega um kl 10 , en er í lagi að þú fáir nánari tímasetningu á morgun eftir kóræfinguna.
þórdís (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:10
Ég skal vaska upp
Eyþór
Eyþór (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.