1.9.2008 | 19:52
Inntaka nýrra félaga
Hæ elskurnar
Takk fyrir frábær tölvubréf undanfarið. Það gleður mitt litla hjarta að fá bréf frá ykkur þar sem þið segist ætla að halda áfram í kórnum. En mér þykir samt ógurlega vænt um þær sem ekki ætla að vera með, þið eruð allar stelpurnar mínar. Ég verð alltaf stoltur af stelpunum mínum. Það er svo gaman að fylgjast með ykkur þegar þið komist svo á þrítugsaldurinn, sumar af stelpunum mínum eru giftar, aðrar óléttar, sumar búa hér, aðrar þar. Svo eru sumar sem syngja áfram. Örfá dæmi: Þóra og Gunna eru í hinum frábæra Mótettukór Hallgrímskirkju, Abba gerir það gott í söngnámi í Reykjavík, Margrét B. er í háskólanámi í Svíþjóð, Unnur var að komast í frábæran tónlistarskóla í Salzburg og Eyrún í Vín.....
Nú þarf ég ykkar hjálp, bæði núverandi sem og fyrrverandi kórfélagar. Ég er byrjaður að prófa nýja félaga í kórinn. Að þessu sinni ætla ég ekki að kaupa auglýsingu í Dagskránni eða prenta plagöt. Má ég biðja ykkur um að segja vinkonum ykkar frá kórnum og látið það berast sem víðast. Notið MSN-ið miskunnarlaust t.d. með því að senda ÖLLUM stelpum skilaboð um að ég sé að prófa í kórinn og að kórinn sé einn sá besti í öllum heiminum Stökkvið á stelpur í skólanum sem eru sönglegar!
Það sem er helst á dagskránni í vetur:
Tónleikar með Palla og Móniku (svaka hátíðlegir jólatónleikar með kertaljósum), Plötuupptaka (e.t.v. komið þið fram á tveimur plötum, smá smuga að þær verði þrjár og kannski fjórar á rúmu ári, samt bara ein sem þið syngið alla plötuna), Tónleikaferð með Christof, Djassmessutónleikar með fleiri fallegum lögum í svipuðum stíl (Come Sunday o.fl.) á kirkjulistaviku. Djasshljómsveit spilar með.
Gefið svo upp mitt netfang: eythor@akirkja.is og símann minn 866 3393 (sleppið samt að setja símanúmerið mitt á einhverjar rosasíður sem allir lesa, ég nenni ekki að hlusta á einhverja röflara í símanum kl. 4 að nóttu.
Læt ykkur vita á morgun hvort fyrsta æfing sé á fimmtudag eða í næstu viku.
Hlakka svoooo mikið til að sjá ykkur og heyra í ykkur
Eyþór
Um bloggið
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
Spurt er
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æði æði, ég er hérna með 1 stelpuu sem er tilbúin að fara í prufuu til þín :) ég hringi bara eða eitthvað ;D
Lilja (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 15:03
Ó hvað það verður gaman að byrja aftur.Er búin að vera með Gloríuna á heilanum í allt sumar!!!!!!!
Kveðja,
Sigurbjörg
Stúlknakór Akureyrarkirkju, 3.9.2008 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.