Allt er gott sem endar vel.

Þegar rútan okkar renndi í hlað við Akureyrarkirkju þá beið okkar heil móttökunefnd. Borðaklætt safnaðarheimilið þar sem kórinn var boðin velkomin heim. stelpur það var hreint út sagt magnað að fá að vera með ykkur í þessari ferð. Þið sýnduð það og sönnuðuð hversu megnugar þið eruð.

Ég vil fá að þakka ykkur fyrir ánægjulega ferð, og ekki má gleyma þeim frábæru samfararstjórum mínum. Það var allra markið að gera þessa ferð góða og það tókst. Kærar þakkir fyrir mig og verið ófeimnar við að blogga um ferðina og setja inn myndir.

kveðja

Þorbjörn / tobbi / Tobien


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk endalaust fyrir mig.
Þið farastjórar og foreldrar og söngvarar voruð öll frábær.
Takk fyrir að sjá svona vel um okkur og vera yndisleg.

Bergrún (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 23:16

2 identicon

Takk æðislega allir, þetta var alveg frábær ferð! Cristof æði og reddaði þessu alveg,

það má segja að hann sé bestur á eftir Eyþóri.

Foreldrar frábærir og stelpurnar æðislegastar!!

Þið eruð öll frábær



Jana Salóme (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 00:35

3 identicon

Takk fyrir frábæra ferð, þetta var algjör geggjun!  Þið eruð frábærastar

Hulda Björk (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 13:13

4 identicon

Takk fyrir alveg æðislega ferð stelpur allar, og foreldrarnir voru náttúrulega bara ótrúlegir!

Matthildur (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 16:46

5 identicon

já takk fyrir frábæra ferð! hún var æðisleg í alla staði, fararstjórarnir yndislegir og stelpurnar ekki síðri ;* hlakka til að hitta ykkur allar aftur :)

Sonja Björg (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 01:02

6 identicon

Bestu þakkir fyrir ógleymanlega ferð stelpur mínar.  Þið voruð alveg frábærar! Gaman að kynnast ykkur og fá að vera með ykkur þessa daga í Þýskalandi.  Svo smitaðist ég af H&M syndróminu af ykkur en það var nú bara jákvætt .  Einnig bestu þakkir til hinna foreldranna, samstilltur og skemmtilegur hópur!  Takk fyrir mig........

Rósa (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 15:10

7 identicon

Kærar þakkir fyrir ógleymanlega ferð bæði stúlkur og fararstjórar/foreldrar. Bara yndislegir dagar í frábærum félagsskap. Mjög skemmtilegur og samstilltur hópur þarna á ferð, Eyþóri og landi til sóma.

Svo þakka ég allar afmæliskveðjur sem mér bárust frá Eyþóri og foreldrum, bæði hér á síðunni og með sms-um. Ég get lofað því að þetta var magnaður dagur með söng, kossum, knúsi og steik svo ekki sé minnst á að upplifa kaþólska messu í fyrsta sinn. Ekki margir sem fá um 40 kossa og knús á einu bretti ásamt dásamlegum afmælissöng

Hlakka til að hitta ykkur öll í haust þegar starfið hefst á ný, en auðvitað rekst maður nú á ykkur í sumar hér í bænum.

Kveðjur

Áslaug 

Áslaug (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 15:27

8 identicon

Takk fyrir æðislega og ógleymanlega ferð stelpur og fararstjórar!

Auður Eva (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 15:48

9 identicon

Takk fyrir árin þrjú og ferðina! Christof var æði og reddaði þessu alveg. Eyþór, þú ert heppinn að eiga svona góðan vin sem að stekkur bara til og tekur við 34 bandóðum unglinsstúlkum. Þetta var æði og takk fyrir mig! Sjáumst á röltinu ;)

Hulda (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stúlknakór Akureyrarkirkju

Höfundur

Stúlknakór Akureyrarkirkju
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Stúlknakór Akureyrarkirkju er skipaður 35 stelpum á aldrinum 13-20 ára
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hve oft skoðaru síðuna á viku?

Tónlistarspilari

Stúlknakór Akureyrarkirkju - Á Sprengisandi

Nýjustu myndir

  • IMG_2975
  • IMG_2972
  • IMG_2990
  • IMG_2990
  • PA010126

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband