Takk mínar yndislegu

Elsku bestu stelpur mínar

Ég þakka ykkur og fararstjórunum kærlega fyrir að hugsa svona fallega til okkar hér.  Hún Arndís birtist hér áðan með risastóran og gullfallegan blómvönd frá ykkur. 

Ég heyri í fararstjórunum á hverjum degi og ég heyri að allt hefur gengið rosalega vel og að þið syngið eins og englar.  Það kemur mér auðvitað ekkert á óvart.  Christof hefur líka látið mig vita hversu vel þið hafið staðið ykkur.

Ég efast um að þið gerið ykkur grein fyrir því hversu mikið þið glödduð mig með þjóðsöngnum.  Vissuð þið að hann er uppáhalds lagið mitt?  Það var ólýsanlegt að heyra sungið "Ó Guð vors lands...." um leið og ég svaraði símanum.  Ég hlustaði á allt lagið með mikla gæsahúð og kökk í hálsinum.  Rífandi stoltur af stelpunum mínum.

Það kemur svo vel í ljós núna hversu marga góða vini ég á.  Í þýskalandi á ég núna 43 yndislega vini. 

Stelpur mínar, takk fyrir að vera til.

Eyþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að maður uppskeri eftir sáningunni Eyþór og þú sérð bara hvað þú hefur staðið þig vel þar. Samband þitt við stúlknakórinn þinn er einstakt og óhætt að segja að öllum sem kynnast þer þyki óskaplega vænt um þig, þú hefur reynst þessum stúlkum ómetanlega vel og kennt þeim svo margt bæði sönglega séð og um framkomu við aðra, hjartagæsku og manngæsku.Ég sem foreldri vil þakka þér fyrir stelpuna mína í öll þessi ár vonandi verða þau fleiri.   Inga salóme.

Inga Salóme (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 12:19

2 identicon

Mikið er gaman að heyra hvað allt hefur gengið vel. Ég er svo hjartanlega sammála henni Ingu Salóme Eyþór minn um samband þitt við stúlknakórinn. Það er ómetanlegt og sést líka  og heyrist svo vel hvað þér hefur tekist að ná fram því besta hjá þessum frábæru stelpum jafnvel þó svo þú sért ekki með!! Það segir meira en mörg orð... Bestu þakkir fyrir það. Gangi ykkur svo vel stelpur á leiðinni heim og Hulda Björk, ekki henda nesti í einhverjar ruslatunnur á flugvellinum.. Þú manst eftir sprengisérfræðingunum síðast sem fóru að skoða Bónuspokann með töngum... Kveðja mamma Liv

Liv Gunnhildur (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 23:18

3 identicon

vá takk :)

Ég er svo ánægð að hafa stungið upp á þessu og Christof tók þessu svo vel. Við æfðum allar og þær sem kunnu raddirnar kenndu hinum sem kunnu það ekki og allt gekk vel og stelpurnar voru fljótar að læra ég er rosastolt af þeim :)

takk fyrir frábæra ferð

hafdis (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 22:42

4 identicon

Mamma hringdi í mig í rútunni á leiðinni norður og sagði mér hvað þú hafðir skrifað og ég táraðist. Eyþór þú ert æði.

Hulda (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stúlknakór Akureyrarkirkju

Höfundur

Stúlknakór Akureyrarkirkju
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Stúlknakór Akureyrarkirkju er skipaður 35 stelpum á aldrinum 13-20 ára
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hve oft skoðaru síðuna á viku?

Tónlistarspilari

Stúlknakór Akureyrarkirkju - Á Sprengisandi

Nýjustu myndir

  • IMG_2975
  • IMG_2972
  • IMG_2990
  • IMG_2990
  • PA010126

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband