fréttir af stúlknakórnum og fararstjórum

Var beðin um að senda kveðju frá hópnum þar sem þau höfðu ekki aðgang að tölvu.. Allt gengur vel , stelpurnar sungu tvisvar í dag og stóðu sig víst alveg eins og hetjur . Fólk var gríðarlega ánægt með flutning þeirra og þær hafa verið Eyþóri og sjálfum sér til sóma eins og alltaf. Hópurinn fór svo og borðaði á grískum veitingastað og svo verður líklega reynt að fara að sofa á skikkanlegum tíma vegna þess að á morgun er VERSLUNARFERÐ!! Já þá munu nú karlmennirnir í hópnum hafa nóg að gera, það er nefnilega hefð fyrir því í þessum ferðum að þeir beri pokana! Sem sagt allt gengur vel allir hressir. Þórdís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra frá ykkur og að allt gengur  vel. Auðvitað syngi þið eins og englar!!  Við vitum það.

Vonandi leika veður og vindar við ykkur í verslunarferðinni!!

Bestu kveðjur Liv og Snæbjörn

Liv og Snæbjörn foreldrar Huldu Bjarkar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 01:19

2 identicon

Gott að heyra:)

Til stelpnanna: shop ´till you drop!

Til strákanna: þetta verður góð æfing fyrir upphandleggsvöðvana:) 

Svo viljum við þakka fararstjórunum frábærlega unnin störf!!!

Skemmtið ykkur áfram vel

Arndís, Bjössi og Starkaður 

Arndís og Bjössi foreldrar Karítasar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:33

3 identicon

Það er víst bara gaman gaman hjá fólkinu okkar í Þýskalandinu og veðrið leikur við þau það eru   allir að fara i sund núna skildist mér á Jönu Salóme, annars talaði hún svo hratt og mikið áðan við mig í símann að ég náði bara öðru hverju orði,þær eru víst búnar að gera góða verslun margar hverjar. ég má til með að hæla þessu fallega nafni sem bróðir þinn heitir Karitas, Starkaður  það er alveg stórglæsilegt. haldið svo áfram að syngja eins og englar og verið góðar við fararstjórana kv. Inga salóme.

Inga Salóme (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:33

4 identicon

Hvað er að frétta, og hvernig gengur?? Kv Liv

Liv G sSefáns (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stúlknakór Akureyrarkirkju

Höfundur

Stúlknakór Akureyrarkirkju
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Stúlknakór Akureyrarkirkju er skipaður 35 stelpum á aldrinum 13-20 ára
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hve oft skoðaru síðuna á viku?

Tónlistarspilari

Stúlknakór Akureyrarkirkju - Á Sprengisandi

Nýjustu myndir

  • IMG_2975
  • IMG_2972
  • IMG_2990
  • IMG_2990
  • PA010126

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband