9.5.2008 | 08:47
Breyttir mætingatímar um helgina
Vegna fáránlega lélegrar mætingar á æfingu í gær breytast mætingatímar ykkar um helgina:
Á morgun, laugardag er mæting í kirkjunni kl. 9.15. Ekki mínútu síðar og þið verðið að vera tilbúnar, í kjólum og alles.
Á sunnudagsmorgun er mæting kl. 9.30
Á sunnudagskvöld er mæting kl. 17.30! Æfing fram að messu sem byrjar kl. 20.
Nú þurfið þið sem illa hafið mætt að fara að hugsa ykkar gang. Ég er orðinn pirraður, sérstaklega þegar ekki er látið vita. Ég var búinn að boða einsöngvararnn sem syngur með ykkur á sunnudagskvöld á æfinguna í gær, en að sjálfsögðu gagnaðist það ekki að fullu, þar sem rétt rúmlega þriðjungur af kórnum mætti.
Ég er að fara með ykkur í tónleikaferð í júní, tónleikaferð þýðir að það verður sungið. Til að syngja verður kórinn að kunna. Til að kunna verður að æfa!
Nú gengur ekkert hangs. Ég endurtek það sem áður hefur komið fram: Skyldumæting á sunnudag nema þið hafið mjög góðar ástæður til að mæta ekki. Síðan verðið þið einfaldlega að líta upp úr prófalestrinum og mæta á æfingar, fórna íþróttaæfingum fyrir kóræfingar o.s.frv.
Eyþór (reiður eins og stendur)
Um bloggið
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
Spurt er
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er að vinna á laugardaginn..en kem á sunnudaginn..
María (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:45
Ég verð á Vopnafirði, í fermingu, núna um hvítasunnuhelgina. Kem heim á mánudaginn, þannig að ég kemst ekki.
Auður Eva (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 15:09
Ég kem í fyrramálið (laugardag) og sunnudadgskvöld en kemst því miður ekki á sunnudagsmorguninn - er búin að fá leyfi
-elfursunna
elfursunna (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 15:29
eg verð að vinna bæði á laugardag og sunnudag og kemst því miður ekki.
Rakel (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 16:01
Verð að vinna á laugardaginn en kemst á sunnudaginn báða tímanna.
Hulda Björk (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 18:15
ég komst ekki i dag var að fara i myndatöku og prufugreiðslu:/ og á mogun get ég ekki verið með ykkur er að fara að fermast :)
elsa run. (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 15:39
Er ekki í lagi að ég fái leyfi á sunnudagsmorgninum, langar voðalega að sitja með fjölskyldunni á bekknum þegar bróðir minn fermist? :)
Bergrún (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.