8.5.2008 | 09:08
Stór helgi
Hæ!
Helgin er svoltítið erfið hjá okkur, en mjög skemmtileg.
Það er mikilægt að ég fari að sjá fleiri en 20 stelpur í einu. Ég veit að sumar ykkar eru í prófum, aðrar í vinnu, en mætingin undanfarið hefur verið hreinlega léleg og það eru ekki síst stelpur sem ekki eru í prófum, vinnu eða í söngleik, sem mætt hafa illa. Ég vil enn og aftur minna ykkur á að við verðum að vera vel undirbúin fyrir allar messur og ekki síst fyrir tónleikaferðina. Nú verðið þið að taka ykkur á og fara að mæta almennilega eða amk láta vita ef þið komið ekki og ástæðan verður að fylgja með.
Félagar okkar úr kórnum eru að fermast um helgina. Þið eigið auðvitað að syngja. Fyrri fermingin er kl. 10.30 á laugardag. Mæting er kl. 9.30, ekki mínútu seinna. Mér leist ekki á blikuna um síðustu helgi þegar aðeins 5 stelpur voru mættar á réttum tíma. Nú verð ég að vera harður við ykkur. Þið sem skrópið eða mætið seint eruð að skemma fyrir kórnum. Svo einfalt er það.
Svo er aftur ferming á sunnudagsmorgunn. Mæting kl. 9.30
Á sunnudagskvöld er svo hátíðarmessa með fullt af kórsöng. Hvítasunnan er ein að þremur helstu hátíðum kirkjunnar. Skyldumæting fyrir allar nema þær sem fermast þann dag. Mæting kl. 18.30
SVo hvet ég ykkur til að mæta vel í dag, kl 17.00!
Eyþór
Um bloggið
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
Spurt er
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já fyrir hönd okkar í tíunda bekkjar í brekkuskóla, þá komumst við ekki á æfingu. Engin af okkur :/
Ég, Bergrún, Bogga og Matthildur erum að fara út að borða á KEA klukkan 6 í einskonar próflokapartí, og Margrét greyið liggur heima nýkomin úr hálskirtlatöku.
Hulda (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 12:57
ég er ekki viss um hvort ég komist í hvítasunnumessuna, er að fara í skagafjörð í fermingu frænku minnar en ég ætla að reyna, en kem lá líklegast seint á æfinguna :)
kem samt um morguninn :)
Beta (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.