17.4.2008 | 14:49
Æfingahelgin að Hafralæk
Lagt verður af stað frá Akureyrarkirkju kl. 17:15 á morgun, föstudag. Mæting kl.17!!! Það verður farið á lítilli rútu og nokkrum smábílum. Takið með ykkur 1.500 krónur og borgið Baldri rútubílstjóra. Annað sem þarf að taka með: svefnpoki/sæng, náttföt, snyrtidót, sunddót, handklæði, útiföt skv.veðri, nótur (Eyþór segir ykkur hvaða nótur), gelluföt fyrir kvöldvökuna og svo að sjálfsögðu skemmtiatriði Inga Salóme og Baldur ætla að sjá til þess að þið fáið léttar máltíðir og morgunmat og síminn hjá þeim er: Inga 856-2459 og Baldur 896-5395 ef foreldrar þurfa að hafa samband. Það verða dýnur á staðnum handa flestum en nokkrir vel valdir verða beðnir um að taka með sér vindsængur Komið verður til baka fyrir kvöldmat á laugardag.
Góða skemmtun og gangi ykkur vel á æfingunum!
Um bloggið
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
Spurt er
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
eg kemst þvímiðuur ekki,sinfoniuæfingar alla helgina en reyni kanski að kíkja e-ð:)
Rakel (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:01
stelpur, athugið að taka með góða gönguskó í snjóinn og slabbið í sveitinni
Rósa (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:23
Verður kvöldmatur í kvöld? eða komum við með eitthvað sjálfar?
Hulda (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:14
Þið þurfið engan mat að taka með ykkur, nema þið séuð með sérþarfir.... Þið fáið kvöldmat, morgunmat, hádegismat og miðdagshressingu. En að sjálfsögðu takið þið með ykkur nammi og gos fyrir kvöldið ef þið viljið:)
Rósa (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.