1.4.2008 | 07:52
Æfingahelgi
Elskulegu stúlknakórsstelpur og forráðamenn þeirra Nú fer að styttast í æfingahelgina okkar, sem verður helgina 18/19.-20. apríl.Æft verður í Hafralækjarskóla í Aðaldal. Upprunalega áætlunin gerði ráð fyrir að við færum að laugardagsmorgni af stað, en meirihluti kórsins vill frekar fara eftir skóla á föstudegi. Verið er að athuga hvort það gangi. Það er mjög mikilvægt að þið komist sem flestar, þar sem ein svona æfingahelgi jafnast á við einn mánuð af venjulegum kóræfingum. Við erum jú að fara í glæsilega vel skipulagða tónleikaferð, þar sem sungið verður við vel auglýst og hátíðleg tækifæri. Við þurfum því að kunna það sem við erum að fara að syngja. Auk stífra æfinga í Hafralækjarskóla verður auðvitað efnt til stórkostlegrar kvöldvöku, útiveru, sundlaugarferðar og ég veit ekki hvað! Ég aulýsi hér með eftir foreldrum sem geta farið með okkur þessa helgi. Það þarf að sjá til þess að við sveltum ekki og svo er nauðsynlegt að hafa eftirlit með mér og hinum villingunum í kórnum. Einnig þyrfti að skutla stelpunum á föstudagskvöldinu/laugardagsmorgninum og sækja þær á sunnudag. Meiri upplýsingar koma frá mér er nær dregur. Hlakka mikið til,Eyþór
Um bloggið
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
Spurt er
Hve oft skoðaru síðuna á viku?
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ ég vil bara láta vita að ég og Helen komumst ekki á æfingu vegna þess að við eigum að syngja fyrir eð skíðafélag (hed ég) í ketilhúsinu fyrir wake me up sýninguna okkar.
en fyrst ég er nú að kommenta vil ég fá stelpurnar í skemmtinefndinni til að hittast í svona klukkutíma við verðum að ákveða tíma og ég ætla að fá að ræða við ykkur aðeins næstu æfingu hvenær við getum hist;)
Hafdis (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 12:45
ég kemst ekki á æfingu útaf leiðinlegu vinnunni
guðrún (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 15:04
kemst ekki í æfngarbúðirnar því ég er alltaf að keppa:/
elsa Rún. (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.