21.11.2007 | 12:17
Kleinubakstur og sala
Þá er komið að okkar dásamlega kleinubakstri og eru foreldrar hvattir til að mæta upp í húsnæði Norðurorku laugardaginn 24. nóvember. Við byrjum kl. 07.00. og reynum að skipta þessu með okkur þannig að einhverji mæti seinna um morguninn,vinsamlegast meldið ykkur hér. Enn vantar okkur kleinuforingja þ.e. mannseskju sem heldur utan um kleinubaksturinn með skipulagningu verslun fyrir baksturinn ,fá foreldra til að taka þátt og bara allt sem þessu fylgir.Eru ekki einhverjir tilbúnir að taka þetta að sér? Ég er búin að hafa samband við eina góða mömmu sem er jákvæð fyrir þessu en vantar annað foreldri með ekki síður pabba. Stelpur mínar þið þurfið svo að mæta líka til taka þátt í bakstrinum og því sem til fellur og síðast en ekki síst að selja kleinurnar. Því miður getum við ekki verið á Glerártorgi núna en megum selja fyrir utan Hagkaup og kannski Bónus það kemur í ljós síðar. Þið verðið svo duglegar að selja vinum og vandamönnum okkar góðu frægu kleinur. Mætum öll með bros á vör
kv. Inga salóme.
Um bloggið
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
Spurt er
Hve oft skoðaru síðuna á viku?
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ath. það er búið að fá fólk til að sjá um verslun fyrir baksturinn á laugardaginn kemur en við ætlum að halda þessu áfram eftir áramót helst 1 x í mánuði svo ekki veitir af aðstoð. kv. Inga Salóme
Stúlknakór Akureyrarkirkju, 21.11.2007 kl. 12:21
Þeir sem mæta í kleinu bakstur, endilega takið með ykkur kökukefli, kleinujárn, spaða og svuntu, þ.e. þeir sem það eiga. Einhverjir ætluðu að grípa með sér steikingarpott að heiman, veit ekki hvort það voru komnir nógu margir.... fjórir pottar ættu að duga. Kv.Rósa
Rósa (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 12:35
Ég kem með 1 pott þannig að það vantar 3 og svo vantar 1-2 hrærivélar ég kem með 1. kv. Inga Sal
Stúlknakór Akureyrarkirkju, 21.11.2007 kl. 12:38
hæ ein spurning af hverju megum við ekki fara á glerártorg?
og önnur.. má ég ekki koma líka í kleinubaksturinn sjálfan er að að pæla í að koma með pabba langar að baka ;P
Hafdís
hafdís (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 19:38
Hæ Hafdís,
Að sjálfsögðu megið þið mæta í baksturinn, þið hafið gaman og gott af því að læra að snúa og steikja Það var held ég ekki pláss fyrir okkur á Glerártorgi, búið að lofa öðrum plássinu. kveðja, Rósa
Rósa (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:44
Góðan daginn
Ég mæti í kleinubakstur á laugardag
Kveðja Íris (Sonja)
Íris Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 09:42
Ég reikna með að koma á laugardagninn og reyna að rifja upp kleinugerðina.
Ég á ekki góðan steikarpott en mj0g góðan uppfærsluspaða og ég get komið með hrærivél.
Sjáumst á laugardagsmorguninn eldsnemma.
Hólmkell (Hulda)
Hólmkell (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 10:56
Gott Hólmkell, þá eru komnar 2 hrærivélar vantar 1 í viðbót, ég vona að þú verðir ekki eins og broskarlinn þinn þ.e sofandi. Inga Sal (Jana Salóme)
Inga Salóme (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 13:02
Hææj ætlaði bara að láta vita að mamma og pabbi komast þvím miður ekki því að við erum að flytja um helgina
Brynja
Brynja (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.