Færsluflokkur: Matur og drykkur
31.1.2008 | 18:01
Tertuhappdrætti
Stelpur, það er nóg að baka tvær tertur og selja þá 10 línur. Ef þið eruð duglegar og viljið baka meira (eða mamma) þá megið þið bæta þeirri þriðju við og selja 5 línur í viðbót. Þið sjáið að það eru 3 dálkar á blaðinu sem þýðir 3 tertur. En það er gott að ákveða fyrst og skrifa inná blaðið hvernig tertu þið ætlið að baka. Það má líka baka girnilega snúða, steikja kleinur eða eitthvað gott sem ykkur dettur í hug. Munið bara að merkja blöðin með nafninu ykkar og koma með þau og peninginn þriðjudaginn 12.feb. Þá ætlum við að draga í happdrættinu.
gangi ykkur vel, Rósa
23.11.2007 | 11:43
Kleina, kleina......mætingar o.fl.
Sælar stúlkur í stúlknakór Þið sem viljið taka þátt í kleinubakstrinum megið mæta hvenær sem er um morguninn, við byrjum kl.7. Svo þurfum við að fá sem flestar um kl. 10 uppí Norðurorku til að pakka í poka og þaðan fer svo einhver hópur til að selja niðrí Hagkaup. Þið sem ekki getið mætt kl. 10 megið gjarnan hringja í mig, 860-1187 til að fá upplýsingar um hvar og hvenær væri gott að sjá ykkur. Það væri líka gott ef einhver kæmist um hádegi til að gera eitthvað. Ég veit að það komast aldrei allar þennan laugardag, einhverjar eru að vinna og á æfingum. En ég veit að þið vinnið það upp seinna.
Þeir foreldrar sem ætla að mæta eru:
Anna Birna, Hólmkell, Arndís, Anna Guðný, Elín, Gígja, Guðrún, Inga Salome, Þórdís, Margrét, Halla, Þorbjörn, Íris og Rósa.
Þessir ætla flestir að mæta kl. 7-8 þannig að ef einhverjir gætu komið undir hádegi eða hringt til að athuga hvort það vanti aðstoð þá væri það frábært.
Ég ætla að mæta með hrærivél og pott og þá held ég að það þurfi ekki fleiri.
Sjáumst hress í fyrramálið. Bestu kveðjur, Rósa
Um bloggið
Stúlknakór Akureyrarkirkju
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
Spurt er
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar